+354 453 8170 info@hotelvarmahlid.is

Nú er dásamlegur tími að ganga í garð, aðventan á Hótel Varmahlíð er huggulegur tími og við leggjum mikið upp úr því að skapa notalega og hlýja stemningu. Nokkrir fastir liðir eru á dagskrá á aðventunni hjá okkur, meðal þess má nefna jólahlaðborð, prjónakaffi, jólabrunch og jólaprjónakaffi. En við hefjum aðventuna á pizzahlaðborði þann 27. nóvember nk. Þá er tilvalið að nýta daginn við jólaundirbúning með fjölskyldunni, koma svo og fá sér pizzu af hlaðborði. Við hlökkum til að sjá þig og njóta aðventunnar með þér!

 

Aðventan 2015 á Hótel Varmahlíð

27. nóvember – pizzahlaðborð
28. nóvember – jólahlaðborð
30. nóvember – prjónakaffi
4. desember – jólahlaðborð
5. desember – jólahlaðborð
6. desember – jólahlaðborð
14. desember – jólaprjónakaffi

Njóttu aðventunnar

Fyrirspurnir og pantanir í síma 453 8170 og á info@hotelvarmahlid.is

HV-Adventan