+354 453 8170 info@hotelvarmahlid.is

Hótel Varmahlíð

Hótel Varmahlíð er huggulegt, fjölskyldurekið hótel, staðsett við þjóðveginn í hjarta Skagafjarðar. Við bjóðum 19 uppábúin herbergi, öll með sér baðherbergi og getum tekið við allt að 40 manns í einu. Frítt WiFi er alls staðar á hótelinu.

 

Við leggjum allt okkar í góða þjónustu og afslappað andrúmsloft jafnt á hótelinu og í veitingasal þar sem morgunverður er borinn fram alla morgna. Yfir sumartímann er veitingastaðurinn opinn öll kvöld, fyrir gesti og gangandi, þar sem lögð er áhersla á að bjóða upp á hráefni úr héraði í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörð. Yfir daginn bjóðum við gestum upp á vel valda létta rétti af matseðli ásamt ýmsum kaffidrykkjum og köku dagsins. Veitingasalurinn okkar tekur um 80 manns í sæti og hentar einkar vel fyrir mannamót af öllu tagi, veislur, fundi eða smærri ráðstefnur.

 

Varmahlíð í hjarta Skagafjarðar

Varmahlíð er lítið þorp í hjarta Skagafjarðar. Einungis er um 3,5 tíma akstur frá Reykjavík og um klukkutíma akstur frá Akureyri. Í Varmahlíð er sundlaug, tjaldstæði, verslun, bensínstöð og upplýsingamiðstöð. Frá hótelinu er skemmtileg gönguleið um gróður vaxinn Reykjarhól, útivistarsvæði í um 5 mínútna göngufjarlægð.

 

Umhverfi og afþreying

Fjöldi afþreyingar möguleika eru í boði í Skagafirði, þar má nefna gönguleiðir, flúðasiglingar, hestaferðir, náttúrulaugar og sundlaugar, ásamt ýmsum söfnum og sýningum. Skoðaðu visitskagafjordur.is til að fræðast meira um svæðið og það sem við höfum upp á að bjóða.

 

Velkomin á Hótel Varmahlíð – við hlökkum til að sjá þig!