Fundir og ráðstefnur

DSC_3999_ghÁ Hótel Varmahlíð er góður salur sem tekur um 80 manns í sæti við borð, hann er er mjög hentugur fyrir fundi og ráðstefnur. Í salnum er skjávarpi og skjár, þráðlaus nettenging og aðgangur að tölvu, prentara og ljósritunarvél.

Að auki gerir friðsælt umhverfi ráðstefnugestum kleift að einbeita sér að efni ráðstefnunnar, í göngufjarlægð er einnig matvöruverslun og sundlaug með heitum potti.

Veitingastaðurinn á Hótel Varmahlíð er einnig með hópmatseðil sem hægt er að sérsníða að þörfum og kröfum hvers hóps, barinn býður helstu drykki og við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu.

Vinsamlegast hafið samband við okkur í netfangið info@hotelvarmahlid.is og við sendum þér tilboð í ráðstefnuna þína.