Hótel Varmahlíð

Hótel Varmahlíð er þriggja stjörnu hótel við þjóðveginn í hjarta Skagafjarðar. Við bjóðum 19 vel búin herbergi og getum tekið við allt að 40 manns í einu.

Við leggjum allt okkar í góða þjónustu og afslappað andrúmsloft jafnt á hótelinu og í veitingasal þar sem morgunverður er borinn fram alla morgna fyrir gesti hótelsins. Yfir sumartímann er sérstakur a la carte matseðill í boði fyrir gesti og gangandi.
Veitingastaðurinn í Hótel Varmahlíð leggur sérstaka áherslu á mat úr héraði í samstarfi við Matarkistuna Skagafjörður. Við erum einnig í samstarfi við Te og Kaffi og bjóðum gestum okkar góða kaffidrykki.

Hótel Varmahlíð er vel staðsett fyrir þá sem hugast fara leiðina yfir Kjöl, hvort sem er að hlaða batteríin áður en lagt er af stað suður eða til að endurnæra sig eftir ferðalagið yfir hálendið norður í land.

Allir gestir fá aðgang að fríu WiFi á hótelinu sem er aðgengilegt í móttöku, setustofu og á veitingastaðnum. Veitingasalurinn okkar tekur um 80 manns í sæti og hentar einkar vel fyrir mannamót af öllu tagi, fundi eða smærri ráðstefnur.

Varmahlíð í hjarta Skagafjarðar

Þorpið í Varmahlíð er í hjarta Skagafjarðar, einungis um 3,5 tíma akstri frá Reykjavík og um 1 tíma frá Akureryi. Í Varmahlíð er sundlaug, tjaldstæði, verslun, bensínstöð og upplýsingamiðstöð. Frá hótelinu er skemmtileg gönguleið um gróðri vaxinn Reykjarhól, útivistarsvæði í um 5 mínútna fjarlægð.

Umhverfi og afþreying

Fjöldi afþreyingarmöguleika eru í boði á stór-Skagafjarðar svæðinu, m.a. má nefna flúðasiglingu/river rafting, hestaferðir, gönguslóðir og ýmislegt fleira.
Nokkur söfn eru á svæðinu, sem dæmi má nefna gamla torfbæinn að Glaumbæ. Skoðaðu visitskagafjordur.is til að fræðast meira um svæðið og það sem við höfum upp á að bjóða.

Velkomin á Hótel Varmahlíð – við hlökkum til að sjá þig!