Veitingastaðurinn Hótel Varmahlíð

DSC_3884_ghÁ Hótel Varmahlíð leggjum við mikla áherslu á þægilega upplifun, góðan mat úr héraði og fyrsta flokks þjónustu í veitingasalnum okkar. Við vinnum með framleiðsluaðilum úr sveitinni hér í kring og bjóðum það besta sem Matarkistan Skagafjörður hefur á boðstólum hverju sinni.

Andrúmsloftið á veitingastaðnum okkar er þægilegt hvort heldur á morgnana eða á kvöldin. Salurinn tekur 80 manns í sæti.

DSC_3923_ghVeitingastaðurinn á Hótel Varmahlíð er opinn daglega yfir sumartímann, frá 20. maí til 15. september. Á boðstólum er súpa og brauð, ásamt salatbar og léttum réttum í hádeginu, fyrir hópa ef óskað er, en það þarf að panta með fyrirvara. Á kvöldin tekur við sérstakur sérréttarseðill með svíkur engan. Yfir daginn geta gestir og gangandi komið og fengið sér rjúkandi kaffi frá Te og Kaffi, ásamt öðrum drykkjum og veitingum.

Yfir vetrarmánuðina þarf að panta borð með fyrirvara, enginn sérstakur matseðill er í boði heldur reynum við að koma til móts við óskir hvers og eins eins og við getum.DSC_3937

Fastir liðir á veitingastaðnum yfir árið eru nokkrir, helst ber að nefna villibráðarkvöldin, hrossablótið og jólahlaðborðið. Þessir viðburðir hafa verið ákaflega vel sóttir af gestum okkar og fólki úr héraðinu.
Iceland Local Food Guide komu í heimsókn til okkar, viðtalið er á ensku: