Aðventan

Posted on Nov 16, 2015

Aðventan

Nú er dásamlegur tími að ganga í garð, aðventan á Hótel Varmahlíð er huggulegur tími og við leggjum mikið upp úr því að skapa notalega og hlýja stemningu. Nokkrir fastir liðir eru á dagskrá á aðventunni hjá okkur, meðal þess má nefna jólahlaðborð, prjónakaffi, jólabrunch og jólaprjónakaffi. En við hefjum aðventuna á pizzahlaðborði þann 27. nóvember nk. Þá er tilvalið að nýta daginn við jólaundirbúning með fjölskyldunni, koma svo og fá sér pizzu af hlaðborði. Við hlökkum til að sjá þig og njóta aðventunnar með þér!

Read More »

Jólahlaðborð 2015

Posted on Nov 11, 2015

Jólahlaðborð 2015

Verið velkomin á jólahlaðborð á Hótel Varmahlíð. Eins og undanfarin ár bjóðum við ómótstæðileg jólahlaðborð þar sem gæða hráefni
og frábær matseld fara saman. Leitaðu tilboða fyrir fyrirtækið, félagssamtökin, saumaklúbbinn, fjölskylduna og alla þá sem vilja gera vel við sig með dýrindis mat í notalegu umhverfi á aðventunni.

Read More »

Hrossablót 2015

Posted on Oct 1, 2015

Hrossablót 2015

Okkar rómaða Hrossablót 2015 verður haldið laugardagskvöldið 17. október kl. 19:00 Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari og blaðamaður á Gestgjafanum sér um matseldina og töfrar fram margréttaða veislu þar sem hrossakjötið er í aðalhlutverki. Veislustjóri er Kristinn Hugason nýráðinn forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins. Ræðukona kvöldsins er Arna Björg Bjarnadóttir sagnfræðingur og óbyggðadrottning. Sigvaldi Helgi Gunnarsson mætir með gítarinn og tekur lagið. Verð kr 9.900 á mann Þetta er viðburður sem enginn Skagfirðingur má láta fram hjá sér...

Read More »